„Sneri mér að flöskunni“

Paul McCartney er hvergi nærri hættur í tónlist.
Paul McCartney er hvergi nærri hættur í tónlist. AFP

Paul McCartney játaði í nýlegu viðtali að sér hefði reynst erfitt að hætta í Bítlunum og hann hefði í kjölfarið hugleitt að gefa tónlistina upp á bátinn.

„Ég var að segja skilið við æskuvini mína og vissi ekki hvort ég myndi halda áfram í tónlist. Ég sneri mér að flöskunni og sukkaði svolítið. Það var skemmtilegt í fyrstu, en skyndilega kárnaði gamanið. Þetta virkaði ekki. Mig langaði að byrja aftur á byrjunarreit þannig að ég stofnaði Wings,“ sagði tónlistarmaðurinn í útvarpsviðtali á dögunum.

Bítillinn fyrrverandi, sem nú er 73 ára, er hvergi nærri sestur í helgan stein. Á síðasta ári starfaði hann með Kanye West og söngkonunni Rihönnu, líkt og fram kemur í frétt Daily Mail.

„Ég elska Kanye og hann elskar mig. Hann er algert skrímsli. Hann er klikkaður gaur sem finnur upp á frábærum hlutum þannig að hann veitir mér innblástur.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson