Fyrsta lesbíska parið í Pixar-mynd?

Konurnar tvær virðast vera fyrsta lesbíska parið í Pixar-mynd.
Konurnar tvær virðast vera fyrsta lesbíska parið í Pixar-mynd. Skjáskot úr stiklunni

Stikla úr nýrri teiknimynd Disney-Pixar, Finding Dory, sem kom út á þriðjudag hefur vakið athygli en í henni bregður fyrir tveimur karakterum sem virðast vera fyrsta lesbíska parið í Pixar-mynd.

Þrátt fyrir að það hafi ekki komið opinberlega fram af hálfu Pixar að konurnar tvær eigi að vera par hafa fjölmargir lýst yfir gleði sinni á Twitter og fagnað fjölbreytileikanum.

Spjallþáttadrottningin Ellen DeGeneres talar fyrir aðalsöguhetju myndarinnar, Dory, en DeGeneres er sjálf opinberlega samkynhneigð og hefur verið ötull talsmaður hinseginsamfélagsins. 

Finding Dory er framhald af Finding Nemo-teiknimyndinni sem kom út árið 2003. Í nýju myndinni er það ekki Nemo sem týnist, en myndin mun snúast um leit hins gleymna gull­fisks Dory að fjöl­skyldu sinni.

Fyrir neðan má sjá stikluna í heild, en parinu bregður fyrir á mínútu 1:07. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson