Nýtt myndband af húsleit skýtur upp kollinum

Michael Jackson var á sínum tíma sakaður um barnaníð.
Michael Jackson var á sínum tíma sakaður um barnaníð. AFP

Nýtt myndband sem sýnir lögreglu gera húsleit á heimili söngvarans Michael Jackson hefur skotið upp kollinum.

Húsleitin var gerð árið 2003 en Jackson var kærður fyrir að hafa brotið kynferðislega á fjölda barna, hann var síðan sýknaður af ákærunum árið 2005.

Í kringum 70 starfsmenn saksóknara og lögreglustjóra framkvæmdu húsleitina en líkt og fram kemur í frétt Daily Mirror fannst að sögn fjöldi ljósmynda sem söngvarinn á að hafa falið á heimili sínu.

Margir fjölmiðlar, þar á meðal Radar Online, hafa einnig fjallað um áður óséða lögregluskýrslu sem greinir frá því að við húsleitina hafi fundist ljósmyndir og myndbönd af körlum, konum og börnum í kynferðislegum stellingum, sem og lyf til að meðhöndla kynlífsfíkn.

Fjölskylda Jacksons sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu þar sem ásökununum er alfarið vísað á bug en hún hefur alla tíð haldið fram sakleysi hans.

„Allt í þessum frásögnum, þar með talið það efni sem Santa Barbara-sýsla kallar „efni sem fengið var af veraldarvefnum og hjá ónefndum heimildamönnum, er falsað. Þeir, sem halda áfram að nota sér nafn Michaels með blygðunarlausum hætti, skauta fram hjá þeirri staðreynd að hann var sýknaður af öllum ásökunum árið 2005.“

Myndband af húsleitinni má sjá hér að neðan.




mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson