Taldi Grimmie vera sálufélaga sinn

Christina Grimmie á tónleikum.
Christina Grimmie á tónleikum. AFP

Kevin Loibl, sem skaut Voice-stjörnuna Christinu Grimmie til bana fyrr í mánuðinum, taldi hana vera sálufélaga sinn.

Loibl var heltekinn af söngkonunni, en hann hafði meðal annar gengist undir fegrunaraðgerðir til að ganga í augun á henni áður en morðið átti sér stað.

Frétt mbl.is: Segja byssumanninn hafa gengist undir fegrunaraðgerðir fyrir morðið. Cory Denningiton, vinur Loibl, sagði byssumanninn hafa haldið því fram að Grimmie væri sálufélagi hans. Þá hafi Loibl jafnframt greint frá því að hann væri  „þreyttur og tilbúinn að rísa upp“ nokkru áður en hann myrti söngkonuna.

Líkt og fram kemur í umfjöllun Mirror um málið segir faðir Loibls son sinn ekki hafa verið greindan með geðsjúkdóm áður en skotárásin átti sér stað. 

Loibl hafði bæði eyðilagt tölvuna sína og dulkóðað símann sinn áður en hann myrti Grimmie til að varna því að lögreglan gæti fengið aðgang að persónulegum gögnum hans.

Kevin James Loibl skaut Christinu Grimmie til bana.
Kevin James Loibl skaut Christinu Grimmie til bana.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson