„Þú ert kökubiti“

Skjáskot/Sportbibeln.se

Lýsing Guðmundar Benediktssonar á marki Arnórs Ingva Traustasonar í sigri Íslands á Austurríki á EM í gær hefur gengið sigurför um netið í dag. Sænskur fjölmiðill hefur nú textað lýsinguna fyrir sænska lesendur. Eitthvað er þó bogið við þýðinguna enda hafa þeir þýtt lýsinguna eins og íslensku hljóðin hljóma á sænsku.

Sjá frétt mbl.is: Gummi Ben fær engan frið

Niðurstaðan er sprenghlægileg enda lítið samhengi í sænska textanum sem birtist á skjánum.

Hér eru nokkrar setningar úr þýðingunni. Fyrst lýsing Guðmundar, svo íslenska þýðingin og svo í sviga er íslenska þýðingin á bull-þýðingunni.

Allt opið, Theodór Elmar! - Toppen fjäderhjelmar (Toppurinn, fjaðurhjálmar)

Við erum að vinna! - Hjalmar ville hata (Hjálmar vildi hata)

Við erum komnir! - Du är en kakbit (Þú ert kökubiti)

Arnór Ingvi Traustason! - 18 Ingvild Krusbärsson (18 Ingvild Rifsberjason) [Ingvild er sænskt kvenmannsnafn].

En það skiptir engu máli! är det nan skriftlig rink med Mali? (Er einhver með skriflegan skautavöll með Malí?)

Ísland tvö! - Island - Två öl (Ísland, tveir bjórar)

Þvílíkt og annað eins - Filip och han Aids (Filip og hann AIDS)

Það er búið að flauta til leiksloka hér - Han bara flöjta til äggs klocka ger (Hann flautar bara þar til klukka eggsins gefur)

Og aldrei nokkurn tímann - Och aldrig naken klibbat (og aldrei nakinn og fastur)

Hefur mér liðið eins vel - Hör min lille AIDS-van (Heyrðu mig nú litli AIDS-vinur)

Að tryggja okkur fyrsta sigurinn - Hans tryck-jackor fistas i urin (Prent-jakkarnir hans eru hnefaðir í þvagi)

Er staðreynd - Hästen har rymt (Hesturinn hefur strokið)

Sjá myndbandið í heild sinni á Sportbibeln.se.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson