Íslandsþætti Kardashians lekið á netið

Kim Kardashian tók Snapchat við Gullfoss.
Kim Kardashian tók Snapchat við Gullfoss. Skjáskot/Snapchat

Íslands­för systr­anna Kim og Kort­ney Kar­dashi­an ásamt eig­in­manni þeirr­ar fyrr­nefndu, Kanye West, var frumsýnd í gærkvöldi í raun­veru­leikaþætt­in­um Keep­ing Up with the Kardashians á sjón­varps­stöðinni E! Þættinum hefur hins vegar verið lekið á netið og hægt er að horfa á hann á Youtube.

Eins og frægt er orðið kom þríeykið hingað til lands ásamt tök­uliði og aðstoðarfólki í apríl síðastliðnum, en ásamt því sem tekið var upp efni fyr­ir þátt­inn tók West upp nýtt tónlistarmyndband hér á landi.

Kourtney Kardashian í Bláa lóninu.
Kourtney Kardashian í Bláa lóninu. Ljósmynd/Instagram

Á ferð sinni um landið heimsótti hópurinn Friðheima í Reyk­holti, Gull­foss og Geysi, Hall­gríms­kirkju, Bláa lónið og Bæj­ar­ins bestu svo eitt­hvað sé nefnt. Þá fóru þau í þyrluflug yfir landið og gistu á Hót­el Rangá þar sem þau voru rek­in upp úr heit­um potti um miðja nótt. Í stiklu fyr­ir þátt­inn má ein­mitt sjá starfs­mann hót­els­ins til­kynna þeim að búið sé að slökkva á pott­in­um. 

Kim, Kourt­ney og Jon­ath­an Cheb­an, fjöl­skyldu­vin­ur þeirra, leyfðu aðdá­end­um sín­um að fylgjast með hverju skrefi í gegn­um sam­fé­lags­miðil­inn Snapchat. Marg­ir hafa þó beðið eft­ir þætt­in­um til að sjá ná­kvæm­lega hvað það var sem þau höfðu fyr­ir stafni hér á landi.

Þátturinn er gríðarleg landkynning fyrir Ísland þar sem fjöldi fólks fylgist með öllu því sem Kardashian-systurnar taka sér fyrir hendur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson