Færsla Lohan vekur reiði

Færsla leikkonunnar fór fyrir brjóstið á mörgum.
Færsla leikkonunnar fór fyrir brjóstið á mörgum. Ljósmynd / skjáskot Instagram

Leikkonan Lindsay Lohan komst nýverið í fréttirnar, en færsla sem hún deildi með fylgjendum sínum á Instagram hefur vakið hörð viðbrögð.

Færslan er tileinkuð fórnarlömbum hryðjuverkaárásannar í Nice, sem og íbúum Tyrklands, en mörgum þykir myndin sem fylgir færslunni sérlega óviðeigandi.

Á ljósmyndinni sést leikkonan sitja í rúmi, fremur léttklædd, þar sem hún starir tælandi í myndavélina. Þar að auki er undirfatafyrirtækið Victoria‘s Secret merkt á myndinni, en það hefur einnig farið fyrir brjóstið á mörgum.

„Biðjum fyrir þeim sem við missum á hverjum degi og verum þakklát fyrir sérhvern andardrátt sem við öll fáum að taka,“ skrifaði leikkonan og bætti við myllumerkjunum #nice, #turkey og #turnup.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem stórstjarna kemur sér í vanda vegna óviðeigandi myndbirtingar. Á dögunum var leikkonan Mischa Barton gagnrýnd eftir að hafa birt mynd af sér á snekkju, sötrandi hvítvín, en færslan var tileinkuð Alton Sterling sem skotinn var til bana af lögreglunni.

Barton fjarlægði þó færsluna og baðst afsökunar á framferði sínu líkt og fram kemur í umfjöllun Independent.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson