Ragnar verðlaunaður samhliða Rowling

Ragnar Jónasson.
Ragnar Jónasson.

Náttblinda eftir Ragnar Jónasson hlaut í gærkvöldi Mörda-verðlaunin á Harrogate-hátíðinni sem besta þýdda glæpasagan í Bretlandi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bjarti, útgefanda bókarinnar, þar sem segir að það séu lesendur síðunnar Dead Good Books sem velji verðlaunabókina.

„Meðal verðlaunahafa í öðrum flokkum voru Robert Galbraith sem er dulnefni J.K. Rowling og Peter James sem er einn vinsælasti glæpasagnahöfundur samtímans.

Bretar hafa tekið Ragnari opnum örmum og má sem dæmi nefna að gagnrýnandi Sunday Express ritaði um Náttblindu: „Bækur Ragnars hafa blásið nýju lífi í norrænu glæpasöguna.“

Í umsögn The Times um bókina stóð: „Breskir aðdáendur glæpasagna þekkja tvo frábæra íslenska rithöfunda, Arnald Indriðason og Yrsu Sigurðardóttur. Hér kemur sá þriðji: Ragnar Jónasson.“ Þá ritaði gagnrýnandi The Guardian að frumraun Ragnars, Snjóblinda, hefði mjög verið lofuð sem blanda af norrænni glæpasögu og gullaldarkrimma og að með Náttblindu stæðist hann fyllilega þær væntingar sem gerðar hefðu verið til hans. Hann skapi í sögunni  andrúmsloft innilokunar og beiti snilldarlegum sjónhverfingum.”

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson