Kleinuhringjamálið kom í veg fyrir tónleika í Hvíta húsinu

Söngkonan Ariana Grande.
Söngkonan Ariana Grande. AFP

Bandaríska söngkonan Ariana Grande skaust upp á stjörnuhimininn fyrir tveimur árum og hefur síðar átt lög á toppi vinsældalistanna eins og Love Me Harder og Break Free.

Í tölvupóstum frá flokkstjórnarmeðlimum Demókrata, sem lekið var í fjölmiðla nýverið, kemur fram að til stóð að bjóða Grande að syngja á tónleikum í Hvíta húsinu. Hins vegar var hætt við að bjóða henni vegna kleinuhringjamálsins mikla. Í fyrra náðust myndir á eftirlitsmyndavélar af Grande inni í kleinuhringjaverslun þar sem hún sleikti kleinuhringi og skilaði þeim aftur á sinn stað á meðan hún sagðist hata Bandaríkin.

Sjá frétt mbl.is: Sleikti kleinuhringi og skilaði aftur

Málið vakti hörð viðbrögð og þurfti Grande að biðjast afsökunar opinberlega. Fór svo að hún var ekki ákærð fyrir atvikið.

Í tölvupóstsamskiptum stjórnarmanna í flokksstjórn Demókrata kemur fram að einn starfsmaður Demókrataflokksins hafi mælt með því að fá Grande til að syngja í Hvíta húsinu. Kleinuhringjamálið varð þó til þess að það þótti ekki fýsilegt eins og tölvupóstsamskiptin sýna.

Sjá frétt Gawker.com

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson