Gefa út ný tónlistarmyndbönd með Grimmie

Christina Grimmie á tónleikum.
Christina Grimmie á tónleikum. AFP

Teymi söngkonunnar Christinu Grimmie, sem lést í júní á þessu ári, ætlar að gefa út fjögur áður óséð tónlistarmyndbönd á næstunni.

Grimmie var skotin til bana af andlega veikum aðdáanda þar sem hún var að árita varning eftir tónleika sína hinn 10. júní. Árásarmaðurinn svipti sig síðan lífi.

Söngkonan tók myndböndin upp í febrúar, áður en hún hóf WildFire-tónleikaferðalag sitt, líkt og kemur fram í frétt People.

„Ágúst verður tileinkaður EP-plötunni Side A, en við munum fumsýna fjögurra hluta myndbandsverk sem nefnist „The Ballad of Jessica Blue“. Christina tók þessi myndbönd upp í febrúar,“ sagði umboðsmaður söngkonunnar í færslu sem hann birti á Twitter.

„Ég gæti ekki verið stoltari af henni og öllum þátttakendum vegna þeirrar vinnu og ástar sem þau lögðu í verkefnið.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson