„Slakaðu á það vex aftur“

Millie Bobby Brown í hlutverki Eleven.
Millie Bobby Brown í hlutverki Eleven. Stilla úr Stranger Things

Fáir þættir hafa slegið jafnrækilega í gegn undanfarið og Stranger Things, og sama má segja um stjörnur þáttanna sem flestar eru ungar að árum.

Þá vakti hin 12 ára Millie Bobby Brown, sem fór með hlutverk hinnar snoðklipptu Eleven, gríðarlega eftirtekt fyrir leik sinn. Móðir hennar var þó síður en svo ánægð með að hún þyrfti að raka af sér hárið fyrir hlutverkið.

„Mamma sagði nei, það er ekki að fara að gerast. Ég sagði bara mamma, slakaðu á. Það vex aftur,“ játaði unga leikkonan í viðtali við Elle.

„Mamma mín var á móti þessu, en ég og pabbi sögðum henni að þetta yrði í fínu lagi. Í dag fór ég svo á indverskan veitingastað og einhver sagði við mig halló, ungi maður. Það var í svona fimmhundruðasta skipti sem einhver kallar mig strák. En mér er alveg sama.“

Móðir Brown fylgdi henni þó í klippinguna og tók ferlið upp. Leikkonan deildi síðan myndbandinu á Twitter-síðu sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson