Hjartasteinn keppir á Toronto-kvikmyndahátíðinni

Baldur Einarsson og Blær Hinriksson í hlutverkum sínum í kvikmyndinni …
Baldur Einarsson og Blær Hinriksson í hlutverkum sínum í kvikmyndinni Hjartasteini. Ljósmynd fengin af Facebook / ljósmyndari Roxana Reiss

Hjartasteinn, fyrsta kvikmynd leikstjórans og handritshöfundarins Guðmundar Arnars Guðmundssonar í fullri lengd, hefur verið valin til sýninga á Discovery-hluta hinnar virtu alþjóðlegu kvikmyndahátíðar í Toronto sem fram fer 8. – 18. september.

Discovery-hluti hátíðarinnar er tileinkaður nýjum og spennandi röddum í kvikmyndagerð en þar mun Hjartasteinn keppa um FIPRESCI-gagnrýnendaverðlaunin, líkt og fram kemur í fréttatilkynningu.

Skömmu áður en Hjartasteinn verður sýnd á hátíðinni í Toronto verður hún heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum, sem einnig er ein stærsta kvikmyndahátíð heims og má því segja að vegferð myndarinnar byrji vel.

Kvikmyndin gerist í litlu sjávarþorpi á Íslandi, en hún fjallar um vináttu tveggja drengja sem eru að taka sín fyrstu skref inn í unglingsárin og uppgötva ástina.

Eins og áður sagði skrifaði Guðmundur Arnar handritið, ásamt því að leikstýra kvikmyndinni. Hann hefur getið sér gott orð sem leikstjóri og handritshöfundur á undanförnum árum og hafa stuttmyndir hans vakið mikla athygli.

Með helstu hlutverk fara ungstirnin Baldur Einarsson, Blær Hinriksson, Diljá Valsdóttir, Katla Njálsdóttir, Jónína Þórdís Karlsdóttir, Rán Ragnarsdóttir, Daníel Hans Erlendsson, Theodór Pálsson og Sveinn Sigurbjörnsson. Þeim til halds og trausts eru síðan reynsluboltarnir Nína Dögg Filippusdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Søren Malling og Gunnar Jónsson.

Frekari fregnir af Hjartasteini má finna á Facebook-síðu myndarinnar.

Guðmundur Arnar Guðmundsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Hjartasteins.
Guðmundur Arnar Guðmundsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Hjartasteins.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson