Mulholland Drive besta mynd 21. aldarinnar

Plakat fyrir Mulholland Drive sem kom út árið 2001.
Plakat fyrir Mulholland Drive sem kom út árið 2001. ljósmynd/Wikipedia

Torskilið meistaraverk sérvitringsins Davids Lynch, Mulholland Drive, er besta kvikmynd 21. aldarinnar samkvæmt könnun sem breska ríkisútvarpið BBC gerði á meðal kvikmyndagagnrýnenda á dögunum. Þeir völdu tíu bestu myndir aldarinnar, sem síðan var raðað upp í lista hundrað bestu myndanna.

Mulholland Drive var frumsýnd árið 2001, en myndin átti upphaflega að vera sex þátta sjónvarpsþáttaröð. Á yfirborðinu er myndin spennusaga sem fjallar um kynni ungrar leikkonu og dularfullrar konu sem lifir af morðtilræði og bílslys. Fljótlega leysist söguþráðurinn og persónurnar sjálfar þó upp í súrrealískum stormi og er sagt að jafnvel hörðustu aðdáendur myndarinnar skilji hvorki upp né niður í henni.

„Skipast tvímælalaust í flokk bestu mynda David Lynch. Óræð en býr þó yfir leyndu merkingarsamhengi,“ sagði í dómi Heiðu Jóhannsdóttur, sem gaf myndinni fjórar stjörnur  í Morgunblaðinu á sínum tíma.

Á eftir Mulholland Drive á listanum komu „In the Mood for Love“ eftir Wong Kar-wai frá árinu 2000, „There Will Be Blood“ frá 2007, teiknimyndin „Spirited Away“ frá 2001 og „Boyhood“ frá 2014.

Könnunin náði til 177 kvikmyndagagnrýnenda í 36 löndum. Vinsælustu leikstjórarnir á listanum yfir hundrað bestu myndirnar voru þeir Wes Anderson, Apichatpong Weerasethakul, Christopher Nolan, Michael Haneke, Paul Thomas Anderson og bræðurnir Joel og Ethan Coen með þrjár myndir hver.

Tíu bestu myndir 21. aldarinnar skv. könnun BBC eru:

1. Mulholland Drive (David Lynch, 2001)

2. In the Mood for Love (Wong Kar-wai, 2000)

3. There Will Be Blood (Paul Thomas Anderson, 2007)

4. Spirited Away (Hayao Miyazaki, 2001)

5. Boyhood (Richard Linklater, 2014)

6. Eternal Sunshine of the Spotless Mind (Michel Gondry, 2004)

7. The Tree of Life (Terrence Malick, 2011)

8. Yi Yi: A One and a Two (Edward Yang, 2000)

9. A Separation (Asghar Farhadi, 2011)

10. Inside Llewyn Davis (Joel and Ethan Coen, 2013)

Könnun BBC Culture í heild sinni

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson