Sér eftir fegrunaraðgerðunum

Courtney Cox viðurkennir að fegrunaraðgerðir séu ekki málið.
Courtney Cox viðurkennir að fegrunaraðgerðir séu ekki málið. Ljósmynd / Stilla úr Running Wild With Bear Grylls

Leikkonan Courtney Cox viðurkenndi í nýju viðtali að það hefði ekki verið góð hugmynd að gangast undir fegrunaraðgerðir til að viðhalda æskuljómanum. Í raun sagði hún að þær hefðu haft þveröfug áhrif, enda hefði hún litið skelfilega út.

„Það er ekki auðvelt að eldast, en ég hef lært mína lexíu,“ sagði leikkonan í sjónvarpsþættinum Running Wild with Bear Grylls.

„Ég var að reyna að halda í við aldurinn, en það er eitthvað sem er ekki hægt. Stundum stendur maður sjálfan sig að því að reyna það, en sér svo mynd af sjálfum sér og segir, guð minn góður ég lít skelfilega út.“

„Ég hef gert hluti sem ég hef séð eftir, en sem betur fer leysist sumt upp og gengur til baka. Það er gott.“

Þá viðurkenndi leikkonan að það væri erfitt fyrir konur að eldast í sviðsljósinu, enda gæti fólk verið ansi andstyggilegt á samfélagsmiðlum.

Stiklu úr þættinum má sjá hér að neðan.

Cox segir að sem betur fer hafi sumar aðgerðirnar gengið …
Cox segir að sem betur fer hafi sumar aðgerðirnar gengið til baka, og á þá líklega við fyllingarefni af ýmsum toga sem og bótox. Ljósmynd / skjáskot Daily Mail
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson