Mel C vildi alltaf verða fræg

Mel C.
Mel C.

„Ég veit að sumir kvarta yfir athyglinni en ég vildi allt frá byrjun verða fræg,“ segir Kryddpían Melanie C í pistli sem birtur er á vefsíðu Love Magazine. Þar fjallar hún um frægðina sem reyndist henni erfið og hvernig hljómsveitin Spice Girls var bæði blessun og bölvun. Í ár eru liðin tuttugu ár frá því að stúlkurnar slógu í gegn með laginu Wannabe.

Mel C segir að þrátt fyrir erfiðleikana sem fylgi fræðinni vilji hún síður en svo kvarta yfir lífi sínu. „Líkt og hinar stúlkurnar í Spice Girls lærði ég mjög snemma að þegar kemur að frægðinni getur þú ekki aðeins tekið eina sneið. Þú verður að borða allt,“ skrifar hún.

Í gegnum tíðina hafa fjölmargir velt fyrir sér hvort hljómsveitin muni koma saman á ný og hafa þær raddir verið sérstaklega háar nú þegar tímamótin nálgast. Mel C segist vera spurð um mögulega endurkomu á hverjum degi.

„Sjáið til, ég verð alltaf Kryddpía, alveg þangað til ég dey,“ segir hún. „En stöðugar vangaveltur um hvort við munum koma saman til að fagna tuttugu ára afmæli Wannabe hafa verið sérstaklega þreytandi. Ekki misskilja mig, ég skil það alveg. En er það ný regla að hljómsveitir verði að koma saman á ný?“ spyr hún.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson