Lögmaður Carreys segir ásakanirnar fáránlegar

Lögmaður Jim Carreys segir hann ekki hafa smitað unnustu sína …
Lögmaður Jim Carreys segir hann ekki hafa smitað unnustu sína af kynsjúkdómum. AFP

Höfðað hefur verið mál gegn Hollywood leikaranum Jim Carrey, en honum er meðal annars gert að sök að hafa útvegað unnustu sinni, Cathriona White, lyfseðilskyld lyf en hún stytti sér aldur á síðasta ári.

Líkt og fram kemur í frétt Mirror heldur Mark Burton, fyrrverandi eiginmaður White, því einnig fram að Carrey hafi smitað White af kynsjúkdómum sem hafi orðið til þess að hún ákvað að fyrirfara sér.

Lögmaður leikarans, Marty Singer, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakananna, sem hann telur út í hött. Þá segir hann að Burton sé einungis að reyna að græða á dauða White.

„Það er auvirðilegt að Burton, sem heldur því fram að hann hafi verið eiginmaður White þótt hann hafi aldrei búið með henni, skuli nú stíga fram til þess að reyna að græða á dauða hennar. Við erum þess fullviss að rétturinn muni sjá í gegnum þetta andstyggilega peningaplokk.“

Cathriona White og leikarinn Jim Carrey, White stytti sér aldur …
Cathriona White og leikarinn Jim Carrey, White stytti sér aldur á síðasta ári. Skjáskot af Daily Mail
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson