LeBlanc fjórfaldar launin

Matt LeBlanc er ekki á flæðiskeri staddur.
Matt LeBlanc er ekki á flæðiskeri staddur. AFP

Hinn vinalegi Matt LeBlanc, sem nýverið tók við sem stjórnandi bílaþáttarins Top Gear, er sagður hafa gert nýjan samning við framleiðendur þáttarins en honum á að fylgja vegleg launahækkun.

LeBlanc fékk 500 þúsund sterlingspund fyrir að starfa að síðustu þáttaröð Top Gear, en Chris Evans var annar kynnir þáttanna.

Leikarinn er nú sagður hafa fjórfaldað laun sín, en samkvæmt frétt Daily Mail á LeBlanc að fá tvær milljónir punda, eða tæplega 297 milljónir íslenskra króna, fyrir störf sín komandi misseri.

Chris Evans sagði starfi sínu lausu og gekk á dyr eftir að sjö mánuðir af þriggja ára samningi hans við BBC var lokið. Að sögn hafði Evans fengið sig fullsaddan af afskiptasemi yfirstjórnenda sinna, auk þess sem hann er sagður hafa verið ósáttur við að fá ekki jafn mikið listrænt frelsi og forverar hans, Jeremy Clarkson, James May og Richard Hammond .

Sýningar á Top Gear hófust í maí, en segja má að áhorfið hafi hríðfallið eftir að nýir kynnar tóku við keflinu. Þá var þátturinn jafnframt kallaður „Flop Gear“ af gárungum á netinu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson