Endurgerð Lion King í vinnslu

Disney tilkynnti í dag um að endurgerð myndarinnar Konungur ljónanna …
Disney tilkynnti í dag um að endurgerð myndarinnar Konungur ljónanna sé á leiðinni. Ljósmynd/Disney

Walt Disney Studios hefur ráðið leikstjórann Jon Favreau til þess að leikstýra leikinni endurgerð af einni vinsælustu teiknimynd allra tíma, Konung ljónanna. Framleiðsla myndarinnar mun byggja á sama grunni og endurgerðir sígildra teiknimynda á borð við Öskubusku, Þyrnirós og Skógarlíf.

„Við getum tilkynnt um að Walt Disney Studios og leikstjórinn Jon Favreau vinna að því að vekja Konung ljónanna aftur til lífsins,“ sagði framleiðslufyrirtækið í tilkynningu en tilgreindi þó ekki hvenær myndin væri væntanleg í kvikmyndahús.

Konungur ljónanna var frumsýnd árið 1994 og er ein stærsta teiknimynd allra tíma. Myndin halaði inn rétt undir milljarði bandaríkjadala í miðasölutekjum. Myndin vann til Óskarsverðlauna fyrir lagið Can You Feel the Love Tonight eftir Elton John og Tim Rice og til tveggja Grammy-verðlauna. Hans Zimmer samdi tónlistina í myndinni.

„Verkefnið fylgir í kjölfarið á stórsmellinum Skógarlífi í leikstjórn Favreau og kom út í apríl,“ sagði enn fremur í tilkynningunni en tekjur myndarinnar á heimsvísu nema 966 milljónum dala.

Þá er von á endurgerð myndarinnar um Fríðu og dýrið á næsta ári með Emmu Watson í aðalhlutverki. Rétt eins og í þeirri mynd verða lög úr teiknimyndinni um Simba og félaga í endurgerðu myndinni.

Disney stefnir einnig að fleiri myndum um Skógaríf sem Favreau kemur einnig til með að leikstýra. Þó hefur ekki verið ákveðið hvenær framhaldsmyndirnar verða frumsýndar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson