Gibbs ákærður fyrir nauðgun

Bandaríski rapparinn Freddie Gibbs mætir í dómsalinn í Vín í …
Bandaríski rapparinn Freddie Gibbs mætir í dómsalinn í Vín í morgun. AFP

Réttarhöld hófust yfir bandaríska rapparanum Freddie Gibbs í Vínarborg í Austurríki í morgun en hann er ákærður fyrir að hafa beitt unga stúlku kynferðislegu ofbeldi í hótelherbergi í borginni í fyrra.

Gibbs, sem heitir Fredrick Tipton, er 34 ára gamall. Hann var framseldur til Austurríkis frá Frakklandi þar sem hann var handtekinn í júlí eftir að evrópsk handtökuskipun var gefin út á hendur honum. Franska lögreglan handtók Gibbs í Toulouse skömmu áður en tónleikar með honum áttu að hefjast í borginni.

Samkvæmt ákærðu fór Gibbs með tvær stúlkur 16 og 17 ára upp á hótelherbergi sitt eftir tónleika í Vín 5. júlí í fyrra. Báðar stúlkurnar eiga að hafa drukkið mikið magn áfengis baksviðs eftir tónleikana og er talið að þeim hafi verið byrluð ólyfjan. 

Á hótelherberginu á Gibbs að hafa nauðgað eldri stúlkunni en hún var of ölvuð til þess að verjast honum. Stúlkan lagði fram kæru eftir að hafa fengið minnið um hvað gerðist umrædda nótt átta mánuðum síðar. Gibbs, sem var látinn laus gegn tryggingu í ágúst, neitar sök. Hann á yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi verði hann fundinn sekur.

Lögmaður hans, Thomas Kralik, segir að ekki liggi neinar áþreifanlegar sannanir fyrir því að Gibbs hafi haft mök við stúlkuna. Hann segir að vitni, eins og starfsmaður í afgreiðslu hótelsins og gestir á hótelinu, segi að stúlkan hafi verið drukkin en ekki ofurölvi. Hún hafi gengið ein og óstudd þegar hún kom á hótelið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson