Prinsinn keypti æskuheimili móður sinnar

Grace Kelly og Rainier prins af Mónakó á brúðkaupsdaginn sinn …
Grace Kelly og Rainier prins af Mónakó á brúðkaupsdaginn sinn 19. apríl 1956. AFP

Konungsfjölskyldan í Mónakó hefur eignast húsið sem Óskarsverðlaunaleikkonan Grace Kelly ólst upp í. Hún bjó í húsinu er Rainier III. prins bað hennar árið 1955.

Albert prins, sonur Kelly og Rainiers, hefur staðfest það við tímaritið People að hann hafi keypt húsið sem er í Fíladelfíu í Bandaríkjunum. Það er með sex svefnherbergi og á þremur hæðum. 

„Húsið er mjög sérstakt í augum fjölskyldunnar,“ segir Albert prins. Hann segist ánægður að hafa getað bjargað því frá eyðileggingu eða niðurrifi.

Það er ekki langt síðan húsið komst í fréttir en árið 2014 bjó þar aldraður maður sem var ákærður fyrir dýraníð. Í húsinu fundust fimmtán kettir og hræ nokkurra til viðbótar. 

Albert prins mun skoða húsið í vikunni. „Við erum að reyna að ákveða hvað við ætlum að gera við það,“ segir hann við People. Hann segir koma til greina að hafa breyta hluta þess í safn. 

Faðir Grace Kelly byggði húsið árið 1935. Sá hét John B. Kelly og vann þrívegis til gullverðlauna í róðri á Ólympíuleikum á þriðja áratug síðustu aldar.

Albert prins segist eiga minningar úr húsinu frá því að hann var lítill strákur. Hann segist nú hlakka til að sýna börnum sínum, tvíburunum Jacques og Gabriellu, húsið.

Grace Kelly flutti frá Fíladelfíu og til Hollywood er hún var tvítug. Hún lést í bílslysi í Frakklandi árið 1982, 52 ára að aldri.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson