Skammast sín fyrir að hafa ekki komið út úr skápnum fyrr

Sean Hays segist hafa átt að koma út úr skápnum …
Sean Hays segist hafa átt að koma út úr skápnum mun fyrr. Ljósmynd / skjáskot Daily Mail

Leikarinn Sean Hays, sem sló í gegn í þáttunum Will og Grace, greindi frá því á dögunum að hann hefði átt að koma út úr skápnum miklu fyrr en hann gerði. Hayes greindi frá því opinberlega árið 2010 að hann væri samkynhneigður.

„Því var haldið fram að ég tæki hina dæmigerðu, samkynhneigðu kveif og gerði hana mennska, elskulega, gallaða og raunverulega. Þetta kann að vera satt, en að mínu mati hefði orðið gallaður átt að vera í fyrirrúmi,“ sagði leikarinn í ræðu sinni, þar sem hann tók á móti verðlaunum á Outfest Legacy-hátíðinni á sunnudaginn.

„Á þessum tíma var ég ungur leikari, í skápnum, sem var að fá smjörþefinn af örlítilli velgengni. Því miður hélt ég að ég þyrfti að vera í skápnum til þess að geta haldið áfram á sömu braut,“ viðurkenndi leikarinn, sem fór með hlutverk Jack McFarland í þáttunum, sem sýndir voru á árunum 1998-2006.

„Þegar ég lít til baka og hugsa til þess að ég hafi þagað yfir þessu skammast ég mín. Hvað var ég að hugsa? Eins og eitthvert ykkar hefði haft einhverjar efasemdir? Ég meina, gæti gagnkynhneigður leikari nokkurn tímann hafa leikið þetta?“

Þá segist leikarinn harma það að hann hafi ekki komið út úr skápnum fyrr, enda hefði það hugsanlega getað hjálpað einhverjum í áþekkri stöðu eins og fram kemur í frétt Daily Mail.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson