Málið í höndum lögmanna

Bieber blóðgaði aðdáandann.
Bieber blóðgaði aðdáandann. Ljósmynd / skjáskot Mirror

Kevin Ramirez, pilturinn sem Justin Bieber kýldi fyrir tónleika sína í Barcelona á dögunum, hefur ákveðið að láta málið í hendur lögmanna sinna. Ramirez er 18 ára, en áður hafði verið greint frá því að hann væri undir lögaldri.

Frétt mbl.is: Bieber kýldi aðdáanda

 „Málið er nú í höndum lögmanna minna. Ég get ekki gefið frekari upplýsingar að svo stöddu,“ sagði Ramirez í útvarpsviðtali.

Hann lýsti því ennfremur yfir að hann væri vonsvikinn og sár út í söngvarann, en að hans mati var hnefahöggið algerlega óþarft.

Samkvæmt frétt Mirror fór Ramirez heim eftir árásina, enda með sprungna vör. Hann var því ekki viðstaddur tónleikana sjálfa.

Talsmaður lögreglunnar greindi frá því í gær að litið væri á atvikið sem smávægilegt brot, en ekki glæp. Það væri því undir Ramirez sjálfum komið hvort hann vildi kæra verknaðinn. Ef ekki yrði lögð fram kæra myndi lögreglan ekkert aðhafast í málinu.

Justin Bieber hefur ekki tjáð sig um málið við fjölmiðla.
Justin Bieber hefur ekki tjáð sig um málið við fjölmiðla. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson