Kirk Douglas hundrað ára

Kirk Douglas ásamt eiginkonu sinni Annie.
Kirk Douglas ásamt eiginkonu sinni Annie. AFP

Bandaríski kvikmyndaleikarinn Kirk Douglas fagnar 100 ára afmæli sínu í dag en leikarinn lék í fjölmörgum frægum kvikmyndum á gullaldarárum Hollywood. Þar á meðal vestranum Last Train From Gunhill árið 1959, stórmyndinni Spartacus 1960 og stríðsmyndinni The Heroes of Telemark sem frumsýnd var árið 1965 og gerist í síðari heimsstyrjöldinni.

Wikipedia

Douglas, sem fæddur var í New York 9. desember 1916, var sonur innflytjenda af gyðingaættum frá Rússlandi og var skírður Issur Danielovitch en gekk aðallega undir nafninu Izzy Demsky á yngri árum. Hann breytti hins vegar nafni sínu formlega í Kirk Douglas áður en hann gekk í bandaríska sjóherinn á árum síðari heimsstyrjaldarinnar.

Douglas hefur leikið í fjölda kvikmynda á ævinni. Þeirri fyrstu lék hann í árið 1946 og þeirri síðustu 2008. Hann hefur einnig leikið á sviði, framleitt kvikmyndir og leikstýrt þeim. Douglas á fjóra syni úr tveimur hjónaböndum. Sá þekktasti þeirra er kvikmyndaleikarinn Michael Douglas. Síðari eiginkona hans, Annie Douglas, er 97 ára gömul.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson