„Ég hef líklega skemmt líkama minn“

Tom Hardy hefur margoft þurft að breyta líkamlegu formi sínu …
Tom Hardy hefur margoft þurft að breyta líkamlegu formi sínu fyrir hlutverk í kvikmyndum. AFP

Tom Hardy segist hafa skaðað líkama sinn með öfgafullum æfingum, en hann hefur margoft þurft að æfa stíft og bæta á sig miklum vöðvamassa fyrir hlutverk sín.

Leikarinn æfði af kappi fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni The Dark Knight Rises og sömu sögu er að segja um leik hans í Warrior, þar sem hann fór með hlutverk MMA-kappa.

Í næstu kvikmynd fer Hardy með hlutverk Al Capone, en hann segist ekki hafa þurft að breyta líkamlegu formi sínu með öfgafullum hætti fyrir tökur myndarinnar.

„Ég hef líklega skemmt líkama minn of mikið, ég er fremur nettur að eðlisfari. Ef ég held áfram að þyngjast á ég eftir að hrynja eins og spilaborg undir álagi,“ sagði leikarinn í viðtali við The Daily Beast.

„Þegar ég var yngri var í lagi að leggja þetta á mig, en þegar maður er farinn að nálgast fertugt verður maður að vera meira vakandi fyrir þessu. Það tekur toll að fara öfganna á milli. Ég hef ekki eyðilagt líkama minn, en ég er án efa með meiri verki en áður. Það er til dæmis erfiðara að halda á börnunum mínum en það var hér áður fyrr.“

Hardy þurfti að bæta verulega á sig áður en hann …
Hardy þurfti að bæta verulega á sig áður en hann túlkaði Bane. Stilla úr The Dark Knight Rises
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson