Markle tjáir sig um rasismann

Meghan Markle tjáði sig um kynþáttafordómana sem hún hefur upplifað.
Meghan Markle tjáði sig um kynþáttafordómana sem hún hefur upplifað. Ljósmynd / skjáskot CNN

Meghan Markle, kærasta Harrys Bretaprins, tjáir sig um kynþáttafordómana sem hún og fjölskylda hennar hafa þurft að þola í pistli sem birtist á vefsíðu hennar The Tig.

Pistillinn birtist upphaflega fyrir tveimur árum, en stjarnan ákvað að endurbirta hann til að hvetja til jafnréttis á heimsvísu.

Þá greinir leikkonan frá því að móðir hennar, sem er svört, hafi margsinnis þurft að þola svívirðingar í gegnum tíðina. Sjálf segist Markle einnig hafa heyrt fjölmarga brandara um svart fólk, enda hafi margir talið að hún væri hvít.

„Þetta fær mig til að hugsa um þá óteljandi brandara um svart fólk sem hafa verið sagðir í návist minni, einfaldlega vegna þess að fólk áttaði sig ekki á því að ég væri blönduð.“

Markle greindi frá því í fyrra að hún hefði lengi átt í erfiðleik­um með að næla sér í hlut­verk sökum húðlitar síns. „Ég var ekki nógu svört fyr­ir svörtu hlut­verk­in, og ekki nógu hvít fyr­ir þau hvítu. Ég var ein­hvers staðar í miðjunni, sem ein­hvers­kon­ar kam­elljón sem gat ekki krækt sér í starf.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson