Myndi ekki komast af í raunverulega heiminum

Mariah Carey á umræddum tónleikum á Times Square.
Mariah Carey á umræddum tónleikum á Times Square. AFP

Poppdívan Mariah Carey komst í heimsfréttirnar um áramótin, eftir að tónleikar sem hún hélt á Times Square mistókust hrapalega.

Frétt mbl.is: „Skítur skeður“

Carey virðist ekki vera búin að jafna sig á atburðunum, en hún féllst þó á að ræða þá í viðtali við Rolling Stone á dögunum.

„Ég vil helst ekki tala mikið um þetta, en jæja. Við ætlum augljóslega að ræða atvikið sem kom upp á gamlárskvöld, sem ekki var hjá komist.“

„Þetta er eitthvað sem ég get ekki útskýrt fyrir heimsbyggðinni. Enginn á eftir að skilja þetta, þar sem þetta er eitthvað sem fólk þekkir ekki.“

„Alveg eins og ég myndi ekki skilja einhvern sem vinnur skrifstofustarf. Ég gæti það ekki. Ég er bókstaflega ófær um að komast af í hinum raunverulega heimi,“ sagði Carey og bætti við að hún teldi að mistökin væru hreinlega öllum að kenna.

„Þetta var algert klúður og ég kenni öllum um. Ég kenni sjálfri mér um fyrir að hafa ekki farið eftir æfinguna.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson