Svölu spáð 19. sætinu

Svala Björgvins verður fulltrúi Íslands í Eurovision í ár.
Svala Björgvins verður fulltrúi Íslands í Eurovision í ár. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Svala Björgvinsdóttir með lagið sitt Paper kemst upp úr undankeppni Eurovision í maí ef marka má spá heimasíðunnar Eurovision World sem tekur saman meðaltal helstu veðbanka álfunnar. Í lokakeppninni er laginu hins vegar spáð 19. sæti.

Ítölum er spáð sigri með lag Francesco Gabbani, Occidentali‘s Karma, og þá munu Belgar með lagið City Lights flutt af Blanche hafna í því öðru. Frændum okkar í Svíþjóð er síðan spáð þriðja sætinu með lagið I Can't Go On sem er flutt af Robin Bengtsson. Dönum er síðan spáð 16. sætinu en það er söngkonan Anja sem tekur þátt fyrir Dani með lagið Where I Am.

Svala tekur þátt í fyrri undankeppninni ásamt þjóðum eins og Svíþjóð, Finnlandi, Belgíu og Ástralíu. Finnum er hins vegar ekki spáð áfram í úrslitin og Norðmönnum ekki heldur.  

Hér að neðan má sjá ítalska lagið. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson