Mun Eurovision fara fram í Berlín?

Höfuðstöðvar EBU í Genf.
Höfuðstöðvar EBU í Genf. AFP

Ingrid Delterne, framkvæmdastjóri EBU, Sambands útvarps- og sjónvarpsstöðva í Evrópu, lenti illa í því þegar hún talaði af sér í símahrekk þar sem hún hélt að hún væri að tala við forsætisráðherra Úkraínu.  Sagði hún m.a. að keppnin yrði færð til Berlínar myndu Úkraínumenn ekki leyfa fulltrúa Rússa í ár að taka þátt.

Greint er frá þessu á vefnum ESCToday.

Það voru rússnesku grínistarnir Alexei Stolyarov og Vladimir Kuznetsov sem hringdu í Delterne og þóttust vera forsætisráðherra Úkraínu, Volodymyr Groysman. Þá sagði Delterne m.a. að sigurlag Úkraínumanna frá  því í fyrra, 1944 sem flutt var af Jamala hefði aldrei átt að komast inn í keppnina vegna þeirra pólitísku skilaboða sem væru í textanum. Sagði framkvæmdastjórinn að henni hafi verið bent á textann of seint og því hefði lagið fengið að taka þátt.

Nú hefur rússneski ríkismiðillinn TASS greint frá því að ekki standi til að færa keppnina og vitnar í upplýsingafulltrúa EBU, Dave Goodman. 

Spurður hvort að EBU væri að skoða möguleikann á því að færa keppnina til Berlínar sagði Goodman EBU einbeita sér að því að „búa til frábæra Eurovision keppni ásamt UA:PBC [ríkisútvarp Úkraínu]. Það er okkar helsta forgangsatriði.“

Hann ítrekaði þó að EBU væri enn að reyna að fá Úkraínumenn til þess að endurskoða ákvörðun sína um rússneska fulltrúann.

Rúmur mánuður er í Eurovision sem til stendur að fari fram í Kænugarði í Úkraínu en 43 þjóðir taka þátt. Í síðasta mánuði var greint frá því að fulltrúi Rússlands í keppninni Yulia Samoilova hafi verið sett í 3 ára inngöngu bann til Úkraínu vegna ólöglegrar ferðar til Krímskaga árið 2015.

EBU hefur reynt ýmislegt til þess að leysa málið, m.a. að bjóða Samoilova að flytja lagið sitt í gegnum beina útsendingu en því var hafnað.

Þá á Delterne að hafa sent Groysman bréf í síðustu viku þar sem því var hótað að ef Samoilova fengi ekki að taka þátt myndi EBU banna Úkraínu að taka þátt í keppninni næstu þrjú árin.

Yuliya Samoilova í Moskvu um helgina.
Yuliya Samoilova í Moskvu um helgina. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson