Heiða „að negla“ Stellu Blómkvist

Heiða Rún Sigurðardóttir í hlutverki Stellu Blómkvist. Heiða, undir nafninu …
Heiða Rún Sigurðardóttir í hlutverki Stellu Blómkvist. Heiða, undir nafninu Heida Reed, vakti mikla athygli í BBC þáttunum Poldark. Ljósmynd/Saga Sig

Tökur á sjónvarpsþáttunum um Stellu Blómkvist hafa nú staðið yfir í rúmar tvær vikur og gengið vonum framar. Upptökur hafa m.a. farið fram í Vesturbænum, Mosfellsbæ og á Kjalarnesi, og munu standa í tvo og hálfan mánuð í viðbót.

Það er Heiða Rún Sigurðardóttir sem fer með hlutverk Stellu en í öðrum hlutverkum eru m.a. Kristín Þóra Haraldsdóttir, Þorsteinn Guðmundsson, Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Jóhannes Haukur Jóhannesson og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir.

Að sögn Óskars Þórs Axelssonar leikstjóra hafa tökurnar gengið vonum framar. „[Ég er] mjög ánægður með crew og leikara, sérstaklega Heiðu sem er að negla Stellu Blómkvist,“ segir Óskar.

Handritshöfundar eru Jóhann Ævar Grímsson, Nanna Kristín Magnúsdóttir og Andri Óttarsson en Árni Filippusson stýrir kvikmyndatöku.

Við tökur.
Við tökur. Ljósmynd/Saga Sig

„Við erum gríðarlega ánægð með það efni sem er komið í hús,“ segir Þórhallur Gunnarsson, aðalframleiðandi hjá Sagafilm. „Það stefnir í hörku sjónvarpsþætti enda einvalalið kvikmyndagerðarfólks og leikara sem kemur að þessu. Eftir fyrstu vikuna virðist mér allir blómstra í þessu verkefni.“

Samkvæmt kynningartexta frá Sagafilm er Stella „töffari af guðs náð, lögfræðingur sem vílar ekki fyrir sér að beita brögðum til að fá sínu framgengt en hefur jafnframt mikla samúð með lítilmagnanum.“

„Hún er dularfull og margbrotin persóna sem syndir á móti straumnum og hirðir lítt um ríkjandi hefðir og kynhlutverk. Helsta tekjulind hennar er kaup á gömlum skuldum og innheimta þeirra en hún tekur einnig að sér mál, ekki síst morðmál, þar sem hún sér möguleika á að uppræta spillingu og glæpastarfsemi hjá einstaklingum í valdastöðum.

Þáttaröðin, sem verður sýnd í Sjónvarpi Símans í haust, hefst á því að Stella (Heiða Rún) er fengin til að verja skítseyðið og eiturlyfjasalann Sæma sem sakaður er um að hafa myrt unga konu í húsnæði stjórnarráðsins. Hann neitar staðfastlega sök og bak við tjöldin fara valdamiklir aðilar á stjá og reyna allt hvað þeir geta til að gera Stellu erfiðara fyrir að sinna starfi sínu.“

Ljósmynd/Saga Sig
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson