Cuba Gooding Sr látinn

Cuba Gooding Sr. var 72 ára er hann lést.
Cuba Gooding Sr. var 72 ára er hann lést. Wikipedia

Söngvarinn Cuba Gooding Sr. og faðir leikarans Cuba Gooding Jr. er látinn, 72 ára gamall. Gooding fannst látinn í bíl sínum í Woodland Hills í Kaliforníu í gær. Ekki er talið að andlát hans hafi borið að með grunsamlegum hætti að sögn BBC, en dagblaðið LA Times hefur eftir heimildamönnum að áfengi og tæki til fíkniefnanotkunar hafi fundist í bílnum.

Gooding var söngvari í hljómsveitinni Main Ingredient sem naut vinsælda á áttunda áratugnum og átti smellina Everybody plays the fool, Happiness is just around the bend og Just don‘t want to be lonely.

Söngvarinn fæddist í Harlem í New York og var það faðir hans Dudley MacDonald Gooding sem gaf honum þetta óvenjulega nafn, „Hann sagði móður minni að frumburður hans myndi heita Cuba [e. Kúba] af því að hann hefði eitt sinn búið á Kúbu og bæri hlýhug til landsins, sagði Gooding í viðtali við North Dallas Gazette 2015.

Fjölskylda hans hvatti hann til að reyna fyrir sér í tónlistinni og sagði hann það hafa verið mikinn kost að vera fæddur í Harlem, því á þeim tíma hafi það „bókstaflega verið skemmtanahöfuðborg heimsins“.

Hann fylgdist því með tónlistarfólki á borð við Ellu Fitzgerald, Frank Sinatra, Sam Cooke og Jackie Wilson koma fram í nágrenninu og ákvað að verða sjálfur söngvari.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson