Saknar alltaf heimalandsins

Kings Park er önnur plata Sigrúnar Stellu.
Kings Park er önnur plata Sigrúnar Stellu.

Tónlistarkonan Sigrún Stella Haraldsdóttir hefur lokið við plötuna Kings Park og fer hún í sölu í Kanada eftir helgi auk þess sem hægt verður að nálgast hana á itunes og spotify á netinu frá og með 3. maí. Sigrún Stella kemur til Íslands í júlí og fylgir þá disknum eftir með tónleikum hérlendis en framundan eru útgáfutónleikar í Kanada.

„Þetta hefur verið mjög skemmtileg vinna,“ segir Sigrún Stella, sem fæddist í Winnipeg í Kanada, flutti síðan með foreldrum sínum til Akureyrar, þar sem hún lauk stúdentsprófi áður en hún flutti aftur til Kanada. Hún hefur síðan búið í Toronto en reynt að vera á Íslandi á sumrin.

Ánægð með útkomuna

Kings Park er önnur plata Sigrúnar Stellu en hún gaf út Crazy Blue 2011 auk þess sem hún sendi frá sér nokkur lög fyrir tveimur árum.

Kings Park er önnur plata Sigrúnar Stellu en hún gaf …
Kings Park er önnur plata Sigrúnar Stellu en hún gaf út Crazy Blue 2011.


Hún segir að ekki sé hægt að bera plöturnar saman, í fyrra skiptið hafi hún bara ákveðið að gefa út disk og látið allt flakka en nú hafi hún lagt mjög mikla vinnu í lögin og ekki látið neitt frá sér fara fyrr en hún hafi verið ánægð með útkomuna. „Þessi diskur er algerlega eins og ég vil hafa hann og ekki undir áhrifum frá öðrum,“ segir hún. „Ég hef ekki lagt eins mikla vinnu í neitt lag og lagið Kings Park.“

Lög af plötunni hafa verið aðgengileg á netinu frá því á liðnu hausti auk þess sem þau hafa verið spiluð í útvarpi. Sigrún Stella er ánægð með viðbrögðin. „CBC er til dæmis sérstaklega ánægt með titillagið Kings Park og hefur spilað það mikið. Það skiptir máli.“ Við samningu laganna hafi hún verið undir áhrifum frá Kanada og Íslandi, togstreitunni sem fylgir því að búa vestra en sakna alltaf heimalandsins. „Ég er alltaf á leiðinni heim en þegar ég er heima finnst mér gott að komast aftur út,“ segir hún.

Erfitt er að komast inn á markaðinn vestanhafs en Sigrún Stella hefur fengið ágætis meðbyr. Kanadíska kvikmyndin The Saver var tilnefnd til kanadísku kvikmyndaverðlaunanna og á verðlaunahátíðinni var lokalag myndarinnar, Break of Day, spilað, en það er eftir Sigrúnu Stellu. „Það var mikil og góð kynning og auðveldar mér að vekja athygli á plötunni.“

Tónlistarkonan Sigrún Stella fylgir nýrri plötu eftir með útgáfutónleikum í …
Tónlistarkonan Sigrún Stella fylgir nýrri plötu eftir með útgáfutónleikum í Kanada og á Íslandi


Gerir alla samninga sjálf

Sigrún Stella vinnur við að semja og syngja lög í hljóðveri og hefur meðal annars samið lög fyrir auglýsingar og tölvuleiki vestra. Hún byrjaði í sálfræði í háskóla í Toronto en eftir þriggja ára nám skipti hún yfir í tónlistarviðskiptafræði og lauk tveggja ára námi. „Það hefur hjálpað mér mikið, því ég geri alla samninga sjálf og þekki vel inn á viðskiptaumhverfið í Norður-Ameríku,“ segir hún.

Söngrödd Sigrúnar Stellu er sérstök. Hún segist hafa sungið frá því hún var þriggja ára og snemma byrjað að spila á píanó. Hún byrjaði í söngnámi á Akureyri en segir að kennarinn hafi sagt að hann gæti lítið fyrir hana gert þar sem hún væri með sérstakan tón, sem hætta væri á að skemmdist ef eitthvað væri verið að ráðskast með sönginn.

Sama var uppi á teningnum í píanónáminu. Sigrún Stella segist alltaf hafa spilað eftir eyranu og kennarinn hafi áttað sig á því þegar hún hafi verið á þriðja ári í náminu. „Ég skrifa engar nótur heldur spila á píanó og gítar eftir eyranu. Þegar ég æfi með hljómsveit segja hljóðfæraleikararnir gjarnan að ég viti ekki hvað ég geri en geri það samt. Ég hef nóg að gera og þegar einu verkefni lýkur tekur annað við.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson