98% þeirra sem horfðu á sjónvarp horfðu á Eurovision

98% þeirra sem horfðu á sjónvarp á laugardagskvöldið horfðu á …
98% þeirra sem horfðu á sjónvarp á laugardagskvöldið horfðu á Portúgalann Salvador Sobral vinna Eurovision. AFP

Um 98% þeirra sem horfðu á sjónvarp síðastliðið laugardagskvöld voru að horfa á úrslitakvöld  Eurovision í línulegri dagskrá á RÚV, samkvæmt bráðabirgðatölum Birtingahússins sem fengust frá RÚV.

Þetta þýðir að eingöngu 2% þeirra sem voru að horfa á sjónvarpið á þessum tíma voru að horfa á eitthvað annað sjónvarpsefni. Heilt yfir horfðu fleiri á söngvakeppnina í ár heldur en í fyrra. Fleiri áhorfendur horfðu þó á keppnina árin 2014 og 2015 heldur en í ár að meðaltali. 

Samkvæmt samantekt Birtingahússins fékk úrslitakvöldið á laugardaginn 61% meðaláhorf og 81% uppsafnað áhorf hjá öllum 12 ára og eldri.

„Þetta er mesta meðaláhorf á úrslitakvöld frá því að Pollapönk tróð upp í úrslitum fyrir Íslands hönd árið 2014 en þá mældist 71,4% meðaláhorf í sama aldurshópi. Töluverður munur virðist vera á áhorfi á úrslitakvöldið eftir því hvort Ísland kemst alla leið í úrslit eða ekki,“ segir í samantektinni.

Í ár horfðu flestir á söngvakeppnina síðastliðinn þriðjudag er fulltrúi Íslands, Svala Björgvinsdóttir, steig á svið en þá mældist 67% meðaláhorf á keppnina og 86% uppsafnað hjá 12 ára og eldri. Um 95% þeirra sem horfðu á sjónvarpið á þessum tíma horfðu á fyrra undanúrslitakvöldið sem þýðir að einungis 5% sjónvarpsáhorfenda voru að horfa á eitthvað annað en Svölu í sjónvarpi.

Í ár horfðu flestir á söngvakeppnina síðastliðinn þriðjudag er fulltrúi …
Í ár horfðu flestir á söngvakeppnina síðastliðinn þriðjudag er fulltrúi Íslands, Svala Björgvinsdóttir, steig á svið en þá mældist 67% meðaláhorf á keppnina og 86% uppsafnað hjá 12 ára og eldri. AFP

„Athygli vekur að töluvert fleiri Íslendingar horfðu á Svölu keppa í undanúrslitum í ár heldur en á aðra íslenska keppendur í undanúrslitum síðastliðin ár,“ segir í samantektinni.

Seinna undanúrslitakvöldið í ár mældist 41% meðaláhorf, 58% uppsafnað áhorf og um 82% þeirra sem voru að horfa á sjónvarpið á þessum tíma horfðu á seinni undankeppnina. Síðastliðin fjögur ár hefur verið áberandi minna áhorf á seinna undanúrslitakvöldið heldur en það fyrra. Ástæðan er sú að Ísland hefur aðeins einu sinni troðið upp á seinna undanúrslitakvöldinu á þessu tímabili en það var árið 2015 og þá rauk meðaláhorfið á seinna kvöldið upp í 63,5%. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson