Bieber vakti áhuga „Mozarts“

Shin Lim með spilin í munninum.
Shin Lim með spilin í munninum. Ljósmynd/Aðsend

Töframaðurinn Shin Lim, sem varð heimsmeistari í töfrabrögðum árið 2015, er væntanlegur til landsins í þeim tilgangi að galdra Íslendinga upp úr skónum. Hann bjó til spilagaldur, tileinkaðan fyrirhugaðri Íslandsför.

„Það er hægt að keppa í þessu eins og öllu. Hann vann heimsmeistaramótið 2015 og er algjört undrabarn, langt á undan sinni samtíð. Hann er Mozart töfrabragðanna,“ segir Einar Mikael Sverrisson töframaður, sem sér um komu Lim til Íslands.

Lim heillaðist af landi og þjóð eftir að hann sá tónlistarmyndband sem Justin Bieber tók þegar hann var hér sumarið 2015. Heimsmeistarinn er væntanlegur á sunnudag og mun halda átta sýningar, víðs vegar um landið.

„Hann ferðast um heiminn og við vildum endilega fá hann í heimsókn áður en hann verður of þekktur til að koma hingað,“ segir Einar og bætir við að það styttist í að hann fari á samning í Las Vegas. „Þetta verður stórkostlega skemmtileg ferð fyrir hann.“

Lim langaði að taka myndband á Íslandi, eftir að hafa séð landslagið hér á landi. „Hann langar að taka upp myndband en honum finnst umhverfið svo ævintýralegt og fallegt. Hann langaði einnig að gera einn galdur í tilefni komunnar,“ segir Einar en galdurinn má sjá hér að neðan:

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson