Cosby vill fræða um kynferðisofbeldi

Bill Cosby.
Bill Cosby. AFP

Bandaríski leikarinn Bill Cosby hyggst halda röð borgarafunda til að fræða ungt fólk um kynferðisofbeldi. Þetta segja talsmenn hans. Eins og fjallað hefur verið um hafa að minnsta kosti fimmtíu konur sakað Cosby um kynferðisofbeldi, en dómari ómerkti á dögunum réttarhald í máli einnar þeirra, Andreu Constand, gegn honum.

Talsmenn Cosbys, Andrew Wyatt og Ebonee Benson, sögðu í viðtali í Good Morning America í vikunni að honum hefðu borist fjölmargar beiðnir um það frá kirkjum og félagssamtökum að halda fyrirlestra um hvað sé hægt að læra af því að vera sakaður um kynferðisofbeldi.

„Svona mál geta haft áhrif á allt ungt fólk, sérstaklega unga íþróttamenn,“ sagði Wyatt. „Þeir verða að vita hverju þeir standa frammi fyrir þegar þeir eru úti að skemmta sér og að gera hluti sem þeir ættu ekki að vera að gera.“

Þá sagði Benson að mikilvægt væri að fræða ungt fólk um lagaumhverfið. „Það verður að fræða fólk. Á þessum tímapunkti virðist stroka um öxlina vera álitin kynferðisofbeldi svo það er gott að fræða sig um lögin.“

Aðeins vika er liðin síðan réttarhöld yfir Cosby voru ómerkt eftir að kviðdómur komst ekki að niðurstöðu. Cos­by, sem er 79 ára gam­all, er sakaður um að hafa byrlað Andr­eu Constand ólyfjan árið 2004 og brotið gegn henni kyn­ferðis­lega.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson