Fótspor keppir á Alþjóðlegu barnakvikmyndahátíðinni í Giffoni

Hannes Þór Arason leikstýrir myndinni.
Hannes Þór Arason leikstýrir myndinni. Ljósmynd/Hannes Þór Arason

Íslenska stuttmyndin Fótspor mun taka þátt í „GENERATOR +10“-flokki stuttmynda á Alþjóðlegu barnakvikmyndahátíðinni í Giffoni á Ítalíu og keppir þar um „Gryphon-verðlaun“. Hannes Þór Arason leikstýrir myndinni og framleiðir ásamt Arnari Benjamín Kristjánssyni. 

Fótspor fjallar um samband afa við barnabarn sitt og hvernig …
Fótspor fjallar um samband afa við barnabarn sitt og hvernig þeir brúa kynslóðabilið í gegnum knattspyrnu. Mynd/Fótspor


Hátíðin er ein sú stærsta sinnar tegundar en um 100-200 þúsund manns sækja hátíðina ár hvert. Myndin verður ein af átta sem keppa um verðlaunin en hún fjallar um samband afa við barnabarn sitt og hvernig þeir brúa kynslóðabilið í gegnum knattspyrnu. Sigurður Skúlason og Elías Óli Hilmarsson fara með aðalhlutverkin. Tinna Hrafnsdóttir, Þorsteinn Guðmundsson og Hlynur Þorsteinsson eru í öðrum hlutverkum.

Myndin mun taka þátt í „GENERATOR +10“-flokki stuttmynda á Alþjóðlegu …
Myndin mun taka þátt í „GENERATOR +10“-flokki stuttmynda á Alþjóðlegu barnakvikmyndahátíðinni í Giffoni á Ítalíu og keppir þar um „Gryphon-verðlaun“. Mynd/Fótspor


Hannes Þór segir í tilkynningu að teymið sé alveg í skýjunum enda Giffon-kvikmyndahátíðin ein sú allra stærsta í flokki barnamynda. „Þetta er sérstaklega ánægjulegt þar sem myndin var gerð fyrir mjög lítinn pening og hlaut enga opinbera styrki. Við erum vongóðir að þetta muni opna fyrir okkur margar dyr að öðrum hátíðum og sjónvarpssölum.“

 Hægt er að fræðast meira um kvikmyndahátíðina hér. 

Myndin mun taka þátt í „GENERATOR +10“-flokki stuttmynda á Alþjóðlegu …
Myndin mun taka þátt í „GENERATOR +10“-flokki stuttmynda á Alþjóðlegu barnakvikmyndahátíðinni í Giffoni á Ítalíu og keppir þar um „Gryphon-verðlaun“. Mynd/Fótspor
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson