Nefnd eftir popplagi The Police

Það verður mikið stuð í Laugardalnum 12. ágúst þegar Gung-Ho-hindrunarhlaupið fer fram í Reykjavík. Gung-Ho er 5 km langt skemmtihlaup sem fólk getur hlaupið, skokkað eða labbað en á vegi þátttakenda verða 10 risastórar uppblásnar hindranir sem allir ættu að geta sigrast á, ef ekki einir síns liðs þá með hjálp vina eða vandamanna.

Allar þrautirnar heita eftir þekktum lögum úr poppsögunni. Nægir þar að nefna lög á borð við Start me up eftir Rolling Stones, Welcome to the Jungle eftir Guns N' Roses, Daytripper eftir Bítlana og The Final Countdown frá sænsku rokkhljómsveitinni Europe en sú síðastanefnda er einmitt lokaþraut Gung-Ho og er 8 metra breið, 36 metra löng og nær 8 metra hæð þar sem hún er hæst.

Stærsta þrautin heitir hins vegar Walking on the moon eftir samnefndu lagi af plötunni Reggatta de Blanc frá hljómsveitinni The Police sem kom út árið 1979, lag sem Sting hefur viðurkennt að hann hafi samið þegar hann kom drukkinn á hótelherbergi sitt eftir tónleika í Munchen. Í kjölfarið toppaði lagið vinsældarlista víða um heim og er eitt af þekktari lögum The Police.

Walking on the moon-þrautin í Gung-Ho er alls 378 fermetrar að stærð og er stærri en hefðbundinn körfuboltavöllur. Loftið sem þarf til að blása upp þrautina myndi duga til að blása lofti í 33 milljónir fótbolta og rúmmál þrautarinnar gæti verið fyllt með tveimur milljónum tennisbolta.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson