Depp og stóra hundamálið

Johnny Depp.
Johnny Depp. AFP

Leikarinn Johnny Depp gæti verið ákærður fyrir að bera ljúgvitni í Ástralíu eftir að vara-forsætisráðherra landsins hótaði því að taka málið upp að nýju. Um er að ræða innflutning Depp og þáverandi eiginkonu, Amber Heard, á tveimur hundum af terrier-kyni til Ástralíu. Hefur málið gengið undir nafninu „stríðið gegn terrier“ (war on terrier).

Þau voru sökuð um að hafa brotið lög um innflutning á dýrum í Ástralíu þegar þau tilkynntu ekki um hundana tvo, Pistol og Boo, við komuna til landsins árið 2015. Heard var gert að greiða sekt vegna málsins en Depp er nú sakaður um að hafa vitað að verið væri að brjóta lög. 

Varaforsætisráðherra Ástralíu, Barnaby Joyce, sem hefur gagnrýnt Depp harðlega fyrir aðkomu hans að málinu, segir að ef það reynist rétt að Depp hafi vitað um hundana og verið væri að brjóta lög kæmi til greina að ákæra hann fyrir að bera ljúgvitni.

Joyce vakti mikla athygli þegar hann hótaði því að slá hundana af nema þeir væru sendir með hraði aftur til Bandaríkjanna.

Depp og Heard sendu frá sér hjartnæmt myndskeið þar sem þau báðust afsökunar á komu hundanna til Ástralíu en Joyce var ekki sáttur við það og sakaði Depp um að vera eins og hann væri að taka þátt í áheyrnarprufum fyrir hlutverk í Guðföðurnum. 

Depp svaraði fullum hálsi og sagði að Joyce liti út eins og eitthvað sem hann borðaði með tómat. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson