Svali og Svavar skemmtu sér konunglega

Á dögunum skelltu útvarpsmennirnir Svali og Svavar sér til Southampton í Englandi til að taka þátt í Gung-Ho hindrunarhlaupinu sem kemur til Íslands þann 12. ágúst. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi er ljóst að strákarnir skemmtu sér konunglega við að hlaupa þessa 5km vegalengd fyllta af risastórum uppblásnum hindrunum.

„Hugmyndin kom upp með mjög skömmum fyrirvara í spjalli við aðstandendur hlaupsins hér á Íslandi. Þeir sögðu okkur að þeir væru að fara til Southampton eftir 2 daga til að fylgjast með hlaupinu þar og fengu þá flugu í hausinn að bjóða okkur með. Hlaupið var 17. júní og við ákváðum bara að slá til,“ segir Svali og Svavar bætir við: 

„Ég keypti hugmyndina að fara út og prófa hoppukastala fyrir fullorðna og var sko ekki lengi að segja já.“

Svali og Svavar segja að það að prófa þessa þraut hafi verið mikil upplifun. 

„Það er eiginlega svolítið erfitt að lýsa upplifun á svona viðburði öðruvísi en að mér fannst þetta alveg hrikalega skemmtilegt í alla staði. Ég vissi ekki alveg hverju ég átti að eiga von þegar við fórum af stað en þetta fór langt framúr mínum væntingum. Þó þetta sé kallað hindrunarhlaup þá er þetta svo miklu meira en það. Hindranirnar sem slíkar eru sumar alveg krefjandi en þær eru fyrst og fremst skemmtilegar áskoranir,“ segir Svali. 

„Svo er þetta eiginleg ekki hlaup, þannig séð. Jú við fórum fimm kílómetra vegalengd en fólk skokkar bara eða labbar. Það er enginn að taka tímann því sá sem er fljótastur er í raun sá sem tapar því hann nær ekki að gefa sér tíma til að njóta skemmtunarinnar,“ segir Svavar. 

Þeir félagar segja að það hafi verið fjölbreyttur hópur sem tók þátt í hlaupinu. 

„Það skemmtilega var að þarna var fólk á öllum aldri, börn og fullorðnir. Mér fannst æði að sjá fjölskyldur saman að leika og rak augun í saumaklúbb sem var í hláturkasti. Það skemmtilega var að þær voru af öllum stærðum og gerðum dömurnar,“ segir Svavar og Svali tekur undir það. 

„Það voru líka ömmur og afar með barnabörnin sín að taka þátt og höfðu mest gaman af því að horfa á krakkana skemmta sér konunglega. Þetta er líka svona viðburður sem fjölskyldan fer saman á og er virkur þátttakandi í skemmtuninni. Við erum endalaust að fara og horfa á eitthvað eða fylgjast með einhverju. Í Gung-Ho fara allir saman og eru að gera eitthvað sjálfir,“ segir Svali. 

Þarf fólk að vera í góðu formi til að geta þetta?

„Þar sem ég er ekki í neinu formi þessa dagana fannst mér æði að finna harðsperrur daginn eftir en á meðan keppninni stóð var bara gaman þar sem allir voru að taka þetta á sínum hraða,“ segir Svavar. 

„Almennt þá þarf maður ekkert að vera einhver íþróttaálfur til að taka þátt og hafa gaman af Gung-Ho. Þetta er fyrir alla eins og áður segir og það eru alveg þrautir sem fólk þarf hjálp við. Það eru bæði starfsmenn í brautinni sem hjálpa og svo er maður að hlaupa með vinum og vandamönnum sem hjálpa ef á þarf að halda. Það var reyndar ekki tilfellið hjá okkur Svavari. Við vorum meira að reyna að trufla hvorn annan, það var nett keppnis í þessu hjá okkur.“

Félagarnir komust í gegnum allar þrautirnar klakkalaust og á meðan á hlaupinu stóð létu þeir eins og fávitar. 

„Mér fannst allar þrautirnar frábærar en skemmtilegast fannst mér að stríða Svala, hrinda honum og slást í gegnum brautina,“ segir Svavar. 

„Það var allt skemmtilegt við þetta. Stórskemmtilegur viðburður sem ég mæli með fyrir alla,“ segir Svali. 

Eigið þið einhver ráð fyrir þá sem ætla að taka þátt í Reykjavík?

„Ráðið sem ég gef er að þetta er kjörið tækifæri fyrir fjölskyldur og vini að leika saman. Við leikum okkur ekki nóg og þá er ég sérstaklega að tala um fólk á mínum aldri. Börn og fullorðnir ættu að leika meira saman og það á jafningjagrundvelli. Þarna fara allir að hlæja,“ segir Svavar og Svali tekur undir það. 

„Klárlega að mæta í þetta í hópum. Þetta er frábært hópefli fyrir fjölskyldur, vinahópa, starfsmannahópa, saumaklúbba og svo framvegis.“

Strákarnir ætla ekki að missa af hlaupinu og Reykjavík og eru nú þegar búnir að skrá sig. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson