Samdi söngleikinn Fjórar lesbískar systur

Jesse Eisenberg samdi söngleik á 24 klukkutímum.
Jesse Eisenberg samdi söngleik á 24 klukkutímum. skjáskot

Bandaríski kvikmyndaleikarinn Jesse Eisenberg tók þátt í söngleikjakeppni í Los Angeles þar sem að hann samdi söngleikinn fjórar lesbískar systur.

Eisenberg og aðrir keppendur höfðu 24 klukkustundir til þess að framleiða, leikstýra, æfa og framkvæma sinn eigin söngleik.

Leikarinn, sem er líklegast þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Mark Zuckerberg í bíómyndinni The Social Network, hefur aldrei tekið þátt í keppninni áður og játaði í viðtali við Los Angeles Times að hafa verið dauðhræddur við að taka þátt. 

„Ég bauð mig fram og sá svo strax eftir því,“ sagði Eisenberg en bætti svo við að þetta hafi hins vegar verið skemmtileg lífsreynsla. „Ég fékk mér líka sopa af bjór, þannig að, þú veist, ég var orðinn frekar sjálfsöruggur.“

Söngleikurinn var sýndur á mánudagskvöldið, 24 klukkustundum eftir að Eisenberg byrjaði að skapa hann, með upprennandi leikurum úr sjónvarpsþáttum eins og True Blood og Wicked í aðalhlutverkum.

„Hann er um fjórar lesbískar systur,“ útskýrði Eisenberg fyrir leikurum sínum. „Þær eru samt ekki lesbískar með hver annarri.“

Samkvæmt Eisenberg heppnaðist söngleikurinn vel og tóku áhorfendur mjög vel í hann.  

Eisenberg var ekki eina stjarnan sem tók þátt í keppninni en meðal annars tóku þátt Wayne Brady úr Whose Line is it Anyway, Retta úr Parks and Recreation og Ashley Fink úr Glee.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson