GOT-höfundar með þátt um þrælahald

David Benioff og D.B. Weiss, framleiðendur Game of Thrones, eru …
David Benioff og D.B. Weiss, framleiðendur Game of Thrones, eru með hugmynd að nýjum þáttum. AFP

Framleiðendur Game of Thrones tilkynntu í vikunni nýja þáttaröð sem gerist í Suðurríkjum Bandaríkjanna í nútíma þar sem þrælahald er enn löglegt.

Þáttaröðin, sem heitir Confederate, átti að verða næsta Game of Thrones fyrir HBO þar sem áætlað var að þetta yrði ein af vinsælustu þáttaseríum sjónvarpsstöðvarinnar.

Hins vegar hafa ummæli gagnrýnenda verið langt frá því að vera jákvæð. Margir sagn- og menningarfræðingar hafa lýst yfir því að David Benioff og D.B Weiss, báðir hvítir karlmenn á fimmtugsaldri, séu ekki réttu mennirnir til þess að túlka þrælahald í nútímanum. 

Minnihlutahópum í Bandaríkjunum finnst mörgum réttindum sínum vera ógnað í nútímanum þar sem mikið kynþáttahatur hefur sprottið upp eftir áróður Donald Trump Bandaríkjaforseta. Þess vegna þykir mörgum galið að fara að búa til þáttaseríu um þrælahald í nútímanum þar sem þetta málefni er enn mjög viðkvæmt.  

Enn er ekki komin dagsetning fyrir frumsýningu þáttaraðarinnar. 

Game of Thrones er vinsælasti þáttur HBO.
Game of Thrones er vinsælasti þáttur HBO.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson