Smitaði konu af herpes

Usher var kærður af stílista sínum fyrir að smita hana …
Usher var kærður af stílista sínum fyrir að smita hana með herpes. AFP

Bandaríski poppsöngvarinn Usher borgaði konu rúmlega 100 milljónir króna eftir að hún lögsótti hann fyrir að hafa smitað hana af herpes-veirunni, en það mun hafa komið fram í dómsgögnum. Þessu greinir tímaritið People frá. 

Í gögnunum kemur fram að Usher greindist með kynsjúkdóminn árið 2009 en það var á sama tíma og hann stóð í skilnaði við fyrrverandi konu sína, Tameku Foster.

Usher var kærður fyrir að leyna því að hann væri með herpes á meðan þau stunduðu óvarið kynlíf. Hann átti líka að hafa sagst ekki vera með veiruna þegar hún spurði hann. 

Konan, sem var stílisti Ushers, greindist með veiruna stuttu seinna og hélt því fram að heilsa sín og líkami væru ónýt af völdum söngvarans. Hún bætti því við að hún þjáðist af slæmu þunglyndi því hún vissi að það væri engin lækning til við veirunni. 

Í Kaliforníu er ólöglegt að gefa ekki upp að þú sért með kynsjúkdóm áður en þú stundar kynlíf með öðrum.

Dómsgögnin sýna að Usher borgaði tæplega 300 milljónir í sjúkrahúsreikninga fyrir konuna 2012 og borgaði henni svo aukalega 100 milljónir fyrir að segja engum frá. 

Usher er um þessar mundir giftur Grace Miguel en þau giftu sig árið 2015.

#tbt It gets better everyday... #Blessed #Allrelationshipstakework

A post shared by Gracie (@enmemetemps) on Jun 8, 2017 at 1:34am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson