Höfundur Simpsons með þætti á Netflix

Matt Groening er bæði höfundur og framleiðandi The Simpsons.
Matt Groening er bæði höfundur og framleiðandi The Simpsons. AFP

Höfundur sjónvarpsþáttanna The Simpsons, Matt Groening, hefur skrifað undir samning við Netflix um að gera sjónvarpsþáttaröð að nafninu Disenchantment. New York Times greinir frá þessu. 

Sjónvarpsþættirnir munu gerast í konungsríki á miðöldum sem ber heitið Dreamland þar sem tröll, rostungar, álfar og nornir munu koma við sögu. 

Grínleikararnir Abbi Jacobson, Eric Andre og Nat Faxon munu talsetja nokkrar persónur þáttanna ásamt Maurice LaMarche og Tress MacNeille sem hafa áður talsett fyrir The Simpsons.

Í tilkynningu sagði Groening að Disenchantment verði um líf og dauða, ást og kynlíf og hvernig skal hlæja í heimi sem er fullur af þjáningu og hálfvitum.

Tíu fyrstu þættirnir verða frumsýndir á Netflix á næsta ári. 

Simpsons-fjölskyldan hefur notið vinsælda í yfir tvo áratugi.
Simpsons-fjölskyldan hefur notið vinsælda í yfir tvo áratugi.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson