Réttarhöld Swift hófust í dag

Réttarhöld yfir máli söngkonunnar Taylor Swift og plötusnúðsins David Mueller hófust formlega í Denver í dag þar sem að Swift sakar Mueller um að hafa káfað á sér. 

Swift heldur því fram að Mueller hafi farið með hendur sínar undir kjól Swift og gripið í rasskinn hennar þegar þau stilltu sér upp fyrir mynd saman baksviðs á tónleikum hennar árið 2013.

Mueller kærði Swift fyrst og sagði hana hafa kostað sig vinnu sína en hann var rekinn tveim dögum eftir að Swift sagði frá reynslu sinni. Mánuði seinna kærði Swift Mueller til baka fyrir kynferðislega áreitni.

Samkvæmt Mueller var hann rekinn vegna pressu frá Swift en samkvæmt Swift sendi hún yfirmanni Muellers mynd af atvikinu og hann hafi tekið sjálfstæða ákvörðun að reka hann eftir það.

Myndin er notuð sem eitt helsta sönnunargagn málsins en báðir aðilar halda því fram að hún hjálpi þeirra hlið.

Mueller hefur beðið um rúmlega 300 milljónir íslenskar krónur í bætur á meðan Swift bað aðeins um einn dollar og það að málið sýni fordæmi fyrir konur sem að lenda í svipuðum uppákomum. 

Réttarhöldin munu líklegast standa yfir í um níu daga og mun meðal annars Swift bera vitni.

Umfjöllun BBC News um málið

Taylor Swift.
Taylor Swift. AFP
Aðal sönnunargagn málsins er þessi mynd.
Aðal sönnunargagn málsins er þessi mynd. Skjáskot/TMZ
Taylor Swift kærði plötusnúð fyrir að hafa káfað á henni.
Taylor Swift kærði plötusnúð fyrir að hafa káfað á henni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson