Hillary Clinton vill predika í kirkju

Clinton hefur fundið huggun í trúnni síðan hún tapaði forsetakosningunum …
Clinton hefur fundið huggun í trúnni síðan hún tapaði forsetakosningunum í nóvember. AFP

Prestur Hillary Clinton, Bill Shillady, sagði í samtali við People að hún væri áköf að reyna að koma jafnvægi á Bandaríkin aftur og íhugar nú að predika í kirkju.

Shillady var andlegur og trúarlegur ráðgjafi Clinton í gegnum forseta framboð hennar í fyrra þar sem hann sendi henni bæn í tölvupósti á hverjum degi. Bænirnar sem hann sendi henni hafa nú verið settar saman í bók sem kemur út í þessari viku.

Þegar Clinton og Shillady voru saman stödd í myndatöku fyrir bókina sagðist hún hafa áhuga á því að predika í kirkju prestsins sem er kirkja meþódista. Sú kirkja, samkvæmt honum, hefur oft leyft gestum að predika.

„Ég held að hún viti rosalega mikið um Biblíuna,“ segir hann og bætir við að Clinton hafi fundið styrk og hughreystingu í trú sinni eftir að hún tapaði fyrir Trump í forsetakosningunum.

Clinton hefur aðallega lagt áherslu á samheldni Bandaríkjamanna upp á síðkastið innan um mikla umræðu um hatur og umburðarleysi og myndi predikun hennar eflaust hvetja landsmenn hennar til þess að sýna samstöðu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson