Nýr vinkill á vídeó

Sigurður Guðjónsson myndlistarmaður.
Sigurður Guðjónsson myndlistarmaður. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

„Titillinn á sýningunni vísar í öll verkin sem eru á sýningunni. Það er ljós sem er efniviður allra verkanna á einhvern hátt. Þetta eru vélræn tæki sem ég sæki myndefnið í og innan í þeim er einhvers konar marglaga sjónræn virkni,“ segir myndlistarmaðurinn Sigurður Guðjónsson um sýninguna Innljós sem opnuð verður í kapellu og líkhúsi St. Jósefsspítala í Hafnarfirði á morgun, laugardag, kl. 15. 

„Titillinn á sýningunni vísar í öll verkin sem eru á sýningunni. Það er ljós sem er efniviður allra verkanna á einhvern hátt. Þetta eru vélræn tæki sem ég sæki myndefnið í og innan í þeim er einhvers konar marglaga sjónræn virkni,“ segir listamaðurinn um sýninguna.

Þrívíð skúlptúrísk upplifun

„Sýningin er í rauninni hugsuð eins og þrír kaflar eða þrjú verk sem eru staðsett á þremur mismunandi stöðum í St. Jósefsspítala. Fyrsta verkið er í kapellunni og svo eru tvö verk í kjallara undir henni og áhorfandinn þarf að fara í smá ferðalag til þess að upplifa verkið og andrúmsloftið í kringum það.“

– Hvernig finnst þér að sýna í kapellunni?

„Ég og safnstjóri ASÍ höfum farið í nokkra bæi í leit að annars konar rými en hefðbundnum hvítum sýningarsal, og fannst þetta henta best af því sem við sáum, líka upp á praktísk atriði eins og aðgengi og slíkt. En á sama tíma er kapellan hlaðin merkingu og alveg gullfallegt falið leyndarmál, sem gaman er að opna fyrir almenningi.“

Óþekkjanleg abstrakt hljóð

– Hannaðirðu sýninguna að einhverju leyti inn í rýmið?

„Þetta kemur samhliða. Ég er alltaf að vinna að nýjum verkum, en þegar við fengum þetta rými úthlutað urðu þessi verk til, og ég gat klárað þau endanlega. Eftir að hafa dvalið í kapellunni í einhvern tíma og skoðað möguleikana, fannst mér t.d. gólfvörpun henta best inn í það rými. Þannig að það er flötur á gólfinu svo áhorfendurnir geti upplifað tímann og umbreytinguna í þessum fleti, og á sama tíma gengið í kringum flötinn. Þannig fá þeir þrívíða skúlpúríska upplifun. Hægt er að ganga allan hringinn og fara upp á svalir og fá þar með nýtt sjónarhorn á verkið. Þetta er tækifæri til þess að sýna nýjan vinkil á vídeó. Ég vinn hljóð alveg samhliða vídeóunum og sæki hljóðið í myndefnið sem ég tók upp, en umbreyti því í ýmis form þannig að þau verða alveg abstrakt hljóðin og þekkjast ekki lengur. Ég skapa þannig einhvers konar tónræna upplifun.“

– Er þetta einskonar tónlist?

„Einhver gæti upplifað það þannig, og ég myndi segja að þetta væri bara músík.“

– Harmónerar sú músík vel við kaþólskan arkitektúr?

„Já, heldur betur! Hljómburðinn í kapellunni er alveg stórkostlegur og líka í kjallaranum, það bergmálar þar. Það er mjög áhugavert.“

Sigurður er einnig að sýna verk á sýningunni Cycles í Gerðarsafni og Málverk – ekki miðill í Hafnarborg.

„Ég opna sýninguna Innljós kl. 15 og svo kl. 20 um kvöldið verðum við með performans í Gerðarsafninu tengt Cycles-hátíðinni, og þar vinn ég með tónskáldi frá Hong Kong og hljómsveitinni Hong Kong New Music Ensemble, sem er ein framsæknasta nútímahljómsveit þaðan, og þar er ég að nýta efnivið úr sýningunni Innljós, en set það í nýtt form,“ segir Sigurður og býður alla velkomna á Innljós og Cycles.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson