Söngvarinn Charles Bradley er látinn

Söngvarinn Charles Bradley er látinn, 68 ára að aldri.
Söngvarinn Charles Bradley er látinn, 68 ára að aldri. AFP

Söngvarinn Charles Bradley er látinn, 68 ára að aldri. Bradley vann sér til frægðar á sínum seinni árum en hann er nú látinn úr krabbameini. Bradley kom fram á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Reykjavík árið 2015.

Bradley var meðal annars þekktur fyrir James Brown eftirhermur sínar og gekk stundum undir gælunafninu „öskrandi örn sálartónlistarinnar.“ Hann gaf út sína fyrstu plötu, No Time For Dreaming, árið 2011 þá 62 ára að aldri.

Bradley snéri fyrir ekki alls löngu aftur fram á sjónarsviðið eftir að hafa barist við krabbamein í maga um nokkurra ára skeið. Söngvarinn féll frá aðeins tveimur vikum eftir að aflýsa þurfti tónleikum á tónleikaferðalagi söngvarans vegna veikinda hans.

Á lífsleiðinni fékkst Charles Bradley við ýmis konar verkefni og bjó hann um hríð á götunni. Bradley hreifst á unglingsárum að söngvaranum James Brown og fetaði sína slóð í tónlistinni undir hans áhrifum. Hann landaði loks plötusamningi við upphaf þessarar aldar og gaf út nokkur lög áður en hans fyrsta plata kom út, rúmum áratug síðar.

Frétt BBC. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson