Roy Dotrice látinn

Roy Dotrice í Game of Thrones.
Roy Dotrice í Game of Thrones. ljósmynd/Imdb

Breski leikarinn Roy Dotrice er látinn en hann lést á heimili sínu í London 94 ára að aldri samkvæmt Daily Mail. 

Dotrice var einna þekktastur fyrir hlutverk Leopold Mozart í Óskarsverðlaunamyndinni Amadeus. Dotrice fór einnig með hlutverk Hallyne í annarri þáttaröðinni af Game of Thrones. 

Dotrice var upprunalega ráðinn í hlutverk Grand Maester Pycelle í þáttunum en vegna heilsufars þurfti hann að hætta við og lék Julian Glover persónuna á árunum 2011 til 2016. 

Dotrice fékk margar viðurkenningar á leikferli sínum þar á meðal Tonyverðlaun árið 2000 fyrir hlutverk sitt í A Moon for the Misbegotten sem sýnt var á Broadway. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson