Óperudraugur í Hörpu

Kynningarmynd fyrir viðburðinn, sinfóníska tónleikasýningu á Óperudraugnum, í Eldborg á …
Kynningarmynd fyrir viðburðinn, sinfóníska tónleikasýningu á Óperudraugnum, í Eldborg á næsta ári.

Söngleikurinn The Phantom of the Opera, Óperudraugurinn, eftir Andrew Lloyd Webber, verður frumfluttur á Íslandi í Eldborg í Hörpu 17. febrúar á næsta ári en verkið hefur ekki verið flutt áður hér á landi. Uppfærslan verður sinfónísk tónleikasýning með þátttöku 50 hljóðfæraleikara úr Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, níu einsöngvara og 30 manna kórs.

Verkið var frumflutt í London árið 1986, bygtt á skáldsögu Gastons Leroux, Le Fantôme de l'Opéra. Í því segir frá söngkonunni Christine Daaé og sambandi hennar við dularfullan og ógnvekjandi tónlistarsnilling sem býr í víðfeðmu völundarhúsi undir Garnier-óperunni í París.

Vinsælasti söngleikur heims

Í tilkynningu frá skipuleggjendum segir að söngleikurinn sé sá vinsælasti í heimi. Yfir 130 milljónir manns hafi séð hann í 145 borgum 27 landa og að söngleikurinn sé langlífasta sýningin í sögu Broadway og sýningar þar séu löngu orðnar fleiri en tíu þúsund talsins. Þá sé Óperudraugurinn næstlanglífasti söngleikurinn á West End í London og þriðja langlífasta sviðsverkið í sögu West End.

Söngleikurinn hlaut Olivier-leiklistarverðlaunin bresku árið 1986 og bandarísku Tony-verðlaunin árið 1988 sem besti nýi söngleikurinn og er hann enn sýndur fyrir fullu húsi á Broadway og í West End og víðar.

Með hlutverk draugsins í uppfærslunni í Hörpu fer Þór Breiðfjörð en Valgerður Guðnadóttir fer með hlutverk Christine Daaé. Elmar Gilbertsson fer með hlutverk Raouls og Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, með hlutverk Carlottu Guiudicelli. Með önnur hlutverk fara Hlöðver Sigurðsson, Bergþór Pálsson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Greta Salóme. Stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, eða SinfoniaNord, verður Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson og 30 manna kórinn skipa nemendur úr Söngskóla Sigurðar Demetz, undir stjórn Ingvars Alfreðssonar.

Miðasala hefst 25. október á tix.is.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson