Óskarsverðlaunastjarna stígur fram

Lupita Nyong'o fékk sinn skerf af Harvey Weinstein.
Lupita Nyong'o fékk sinn skerf af Harvey Weinstein. mbl.is/AFP

Óskarsverðlaunaleikkonan Lupita Nyong'o greinir frá því í New York Times að kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hafi áreitt hana kynferðislega. 

Leikkonan segist hafa grafið reynslu sína af Weinstein. Henni hafi liðið eins og hún væri ein og kenndi sjálfri sér um atvikið, rétt eins og svo margar konur gera. Hún segist ekki hafa getað forðast þessar minningar á síðustu dögum vegna fjölda kvenna sem stigu fram. 

Nyong'o var kynnt fyrir Weinstein árið 2011 þegar hún var enn í leiklistarskóla. Weinstein var kynntur fyrir henni sem valdamesti maðurinn í Hollywood og þar sem Nyong’o var upprennandi leikkona var hún spennt fyrir því að kynnast honum og lét hann fá upplýsingar um sig. 

Ekki löngu seinna bauð Weinstein henni að horfa á mynd heima hjá sér, hann sendi bíl að sækja Nyong'o. Þegar Nyong'o var komin í bílinn sagði bílstjórinn henni að hún ætti fyrst að borða hádegismat með framleiðandanum. Þegar hún bað um djús í stað áfengis á veitingastaðnum brást Weinstein illa við og pantaði vodka fyrir hana. Rifust þau um þetta.

Þau fóru síðan heim til hans þar sem hún hitti meðal annars börn hans. Eftir 15 mínútur af kvikmyndinni kom Weinstein og sótti hana þar sem hann vildi sýna henni svolítið. Nyong'o vildi klára myndina en Weinstein krafðist þess að hún kæmi með sér. Weinstein fór með hana inn í svefnherbergi og vildi nudda hana. Nyong'o fylltist hræðslu og bauðst til að nudda hann þar sem þá væri hún við stjórnvölinn. Hann vildi þá fara úr buxunum, Nyong’o var ekki hrifin af því en hann gerði það samt og við það fór leikkonan. 

Seinna hitti Nyong'o hann á veitingastað og áður en forrétturinn kom sagði Weinstein henni að hann ætti bókað herbergi uppi og bað hana um að klára að borða þar. Nyong'o neitaði en Weinstein sagði að ef hún ætlaði að verða leikkona þyrfti hún að gera svoleiðis hluti. Eftir að Nyong'o fullvissaði hann um að hún ætlaði ekki með honum upp á herbergi sagði hann henni að hún gæti farið, þetta væri búið. 

Lupita Nyong'o.
Lupita Nyong'o. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson