Sögð 44 kíló og alltof grönn

Ruby Rose í nóvember á þessu ári.
Ruby Rose í nóvember á þessu ári. mbl.is/AFP

Ástralska leikkonan og plötusnúðurinn Ruby Rose, sem sló í gegn í Orange is the New Black fyrir nokkrum misserum, virðist halda áfram að grennast og hefur fólk í kringum hana áhyggjur af holdafari hennar. 

Daily Mail greinir frá því að næringarfræðingurinn Lisa De Fazio hafi sagt að fjölskylda hennar og umboðsmannateymi verði að hvetja hana til þess að þyngjast áður en það er of seint. Hún telur að leikkonan sé aðeins 44 kíló, sem er of lítið fyrir konu sem er 170 sentímetrar á hæð. 

Rose virðist hins vegar ekki hafa áhyggjur af holdafari sínu og er óánægð með að fólk gagnrýni líkama hennar. „Líkamssmánarar, ég átti frábæra æfingu í morgun, takk fyrir að spyrja, og ég er farin að fá mér veganborgara af því af hverju ekki,“ skrifaði hún á Instagram. 

Ruby Rose.
Ruby Rose. mbl.is/AFP
mbl.is